Birta myndband af árás á Bag­hda­di

ERLENT  | 31. október | 11:23 
Pentagon banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­ið hefur birt myndaband sem sýnir árás Bandaríkjamanna á hers­höfðingja rík­is íslams, Abu Bakr al-Bag­hda­di, sem sprengdi sig í loft upp. Hann tók þrjú barna sinna með sér.

Pentagon banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­ið hefur birt myndaband sem sýnir árás Bandaríkjamanna á hers­höfðingja rík­is íslams, Abu Bakr al-Bag­hda­di, sem sprengdi sig í loft upp í Sýrlandi. Hann tók tvö barna sinna með sér. Myndbandið birtist á fréttavef Fox.

 

Alls féllu sex liðsmenn Ríki íslams í aðgerðunum fjórar konur og einn maður til viðbótar auk Baghdadi. Maðurinn sem féll var sagður næstráðandi leiðtoganum. 

„Hann skreið inn í holu með tvö lítil börn og sprengdi sjálfan sig upp með sprengjuvesti á meðan restin af fólkinu hans var uppi,“ segir Kenneth F. McKenzie Jr sjóliðsforingi bandaríkjahers. Aðgerðin er sögð hafa heppnast vel og þeir sem komu að henni stóðu sig með stakri prýði, segir í færslu á Twitter. 

 

Eins og sést í myndbandinu sem er þriggja og hálfs mínútna langt hvernig árás Bandaríkjanna var hátað á dvalarstað hans. Fjölmargar sprengjur springa á sama tíma. Notast er við myndir úr gervihnetti sem sýna árásina. 

Kennsl voru borin á líkamsleifar Baghdadi sem var dreift út á haf.  

 

Þættir