Eiður Smári: Langar helst að líta undan (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 3. nóvember | 22:09 
Eiður Smári Guðjohnsen og Freyr Alexandersson ræddu við Tómas Þór Þórðarson á Vellinum á Símanum sport um fótbrot André Gomes í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gomes fótbrotnaði illa eftir samstuð við Son Heung-min og Sergie Aurier.

Eiður Smári Guðjohnsen og Freyr Alexandersson ræddu við Tómas Þór Þórðarson á Vellinum á Símanum sport um fótbrot André Gomes í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gomes fótbrotnaði illa eftir samstuð við Son Heung-min og Sergie Aurier. 

„Það sést hvaða áhrif þetta hefur á Son. Hann veit hann braut á Gomes og í kjölfarið á því lendir hann í hræðilegu samstuði við Aurier sem verður til þess að hann fótbrotnar og fótbrotnar illa.

Þetta er alls ekki auðveld stund, hvort sem þú ert leikmaður andstæðinga eða ert liðsfélagi. Það er rosalega erfitt að eiga við þetta. Þetta er ekki viljaverk og það vill enginn meiða neinn leikmann,“ sagði Eiður um atvikið, en hann langaði helst að líta undan þegar hann sá afleiðingar brotsins. 

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

 

Þættir