Ásdís Halla og Eiður Smári opna sig

FÓLKIÐ  | 4. nóvember | 16:50 
Þriðja þáttaröðin Með Loga snýr aftur fimmtudaginn 7. nóvember og telur hún sex þætti. Fyrri þáttaraðir hafa vakið talsverða lukku en Logi Bergmann Eiðsson stýrir þessum skemmtilega viðtalsþætti. Hann fær til sín spennandi og áhrifamikla einstaklinga sem teknir eru tali með einlægum en léttum hætti eins og Loga einum er lagið.

Þriðja þáttaröðin Með Loga snýr aftur fimmtudaginn 7. nóvember og telur hún sex þætti. Fyrri þáttaraðir hafa vakið talsverða lukku en Logi Bergmann Eiðsson stýrir þessum skemmtilega viðtalsþætti. Hann fær til sín spennandi og áhrifamikla einstaklinga sem teknir eru tali með einlægum en léttum hætti eins og Loga einum er lagið.

„Það eru mikil forréttindi að fá að velja sér fólk í svona þátt, gefa sér tíma og geta aðeins dvalið við hluti. Venjuleg viðtöl eru stutt, 5-10 mínútur, og um eitthvað ákveðið. Þetta er meira samtal en viðtal og um allt mögulegt. Það er líka frábært að vera í Gamla bíói. Það er mikil saga í húsinu og við náum að breyta því eftir okkar þörfum en samt halda í karakterinn,“ seg­ir Logi.

Viðmælendur sem mæta í spjall hjá Loga í Gamla bíó í þriðju þáttaröðinni eru:

Ásdís Halla Bragadóttir

Eiður Smári Guðjohnsen

Jón Gnarr

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Helgi Seljan

Ragnhildur Gísladóttir

Þættir