Lýsti sig forseta landsins

ERLENT  | 13. nóvember | 6:26 
Öldungadeildarþingmaðurinn Jeanine Áñez hefur lýst sig sjálfa forseta Bólivíu til bráðabirgða eftir að Evo Morales sagði af sér embætti.

Öldungadeildarþingmaðurinn Jeanine Áñez hefur lýst sig sjálfa forseta Bólivíu til bráðabirgða eftir að Evo Morales sagði af sér embætti. Áñez er þingmaður stjórnarandstöðunnar og lýsti þessu yfir á þingi í gær. Þingmenn úr flokki Morales sniðgengu umræðurnar á þingi sem þýðir að engar umræður voru um skipunina.

Að sögn Áñez er það í samræmi við stjórnarskrá landsins að hún taki við til bráðabirgða. Hún sagði að boðað yrði til kosninga fljótlega. Morales hefur fordæmt þetta og segir Áñez vera hluta af þeim hópi sem stóð á bak við valdaránið í Bólivíu. Hann flúði til Mexíkó fyrr í vikunni þar sem hann hefur sótt um pólitískt hæli þar sem hann sé í lífshættu.

Frétt mbl.is

Frétt BBC

Þættir