Leggja mikið á sig fyrir kisurnar

INNLENT  | 29. nóvember | 9:26 
Kattavinir leggja sitt af mörkum til að styrkja starfið í Kattholti. Þeir prjóna peysur og gera handverk af ýmsu tagi sem hægt er að kaupa á jólabasar Kattholts sem haldinn verður á í dag og er ein helsta fjármögnunarleið félagsins. Þar verða líka kisur í heimilisleit.

Kattavinir leggja sitt af mörkum til að styrkja starfið í Kattholti. Þeir prjóna peysur og gera handverk af ýmsu tagi sem hægt er að kaupa á jólabasar Kattholts sem haldinn verður á í dag og er ein helsta fjármögnunarleið félagsins. Þar verða líka kisur í heimilisleit.

Jóhanna Ása Evensen, rekstrarstjóri Kattholts, er afar þakklát fyrir velvildina í garð starfseminnar. „Ímyndaðu þér hvað fólk er yndislegt. Það prjónar fyrir okkur heilu fjöllin af peysum, vettlingum og húfum. Fólk er að koma með myndir og kerti og kisustyttur bara nefndu það.“

Í myndskeiðinu er kíkt á þær Þverflautu og Harmonikku sem munu ásamt Saxafóni og Klarinetta (yfirleitt kallaður Netti), taka á móti gestum Kattholts á laugardag og vonast til að hitta þar framtíðar sambýlisfólk sitt. Jóhanna segir að vel hafi gengið að finna heimili fyrir kisur að undanförnu en yfirleitt eru fleiri kettir í heimilisleit á veturna en á öðrum tímum árs.

Hátíðarnar eru annasamar í Kattholti og nú þegar er orðið uppbókað á Kattahótelinu yfir jól og áramót. 

Basarinn verður opinn á milli klukkan 11 og 16 í dag í húsnæði Kattholts við Stangarhyl 2. Nánari upplýsingar má finna hér.

Þættir