Liverpool raðaði inn mörkum í grannaslagnum (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 4. desember | 22:58 
Topplið Li­verpool vann öruggan sigur á Everton, 5:2, í granna­slag liðanna í 15. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu í kvöld og held­ur 8 stiga for­skoti sínu á Leicester. Liðið hef­ur nú unnið 14 af 15 leikj­um sín­um í deild­inni það sem af er tíma­bils.

Topplið Li­verpool vann öruggan sigur á Everton, 5:2, í granna­slag liðanna í 15. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu í kvöld og held­ur 8 stiga for­skoti sínu á Leicester. Liðið hef­ur nú unnið 14 af 15 leikj­um sín­um í deild­inni það sem af er tíma­bils.

Hvorki hef­ur gengið né rekið hjá Gylfa Þór Sig­urðssyni og fé­lög­um að und­an­förnu og hef­ur liðið tapað átta af síðustu ell­efu leikj­um sín­um í deild­inni og sit­ur nú í fallsæti, með 14 stig í 18. sæti. Gylfi spilaði all­an leik­inn á miðri miðju Evert­on.

Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir úr þessum afar skemmtilega leik. 

Þættir