Van Dijk við Tómas: Við unnum 5:2 (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 4. desember | 22:58 
Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, ræddi við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport eftir 5:2-sigurinn á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hollendingurinn var sérstaklega ánægður með þá leikmenn sem komu óvænt inn í byrjunarliðið.

Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, ræddi við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport eftir 5:2-sigurinn á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hollendingurinn var sérstaklega ánægður með þá leikmenn sem komu óvænt inn í byrjunarliðið. 

„Það var mikilvægt að ná í sigurinn. Við skoruðum góð mörk og það var mikilvægt að leikmenn nýttu tækifærið vel. Leikmenn sem hafa ekki fengið að spila mikið upp á síðkastið og það var gott að sjá. Divock (Origi), Adam (Lallana) og Shakiri komu vel inn í þetta. Við þurfum á öllum að halda því þetta er langt tímabil.“

Van Dijk var lítið að spá í því að Liverpool hafi fengið tvö mörk á sig, þar sem hann fagnaði góðum sigri. „Það er enginn ánægður með að fá á sig mark, en ég dvel ekki við það, við unnum 5:2. Það er það eina sem ég er að hugsa um,“ sagði van Dijk. 

 

Þættir