Hef aldrei farið jafn vel yfir lið áður

ÍÞRÓTTIR  | 8. desember | 22:10 
Hörður Axel Vilhjálmsson var nokkuð kátur með sigur Keflavíkur gegn Njarðvík í kvöld þegar þessir grannar mættust í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins í körfubolta.

Hörður Axel Vilhjálmsson var nokkuð kátur með sigur Keflavíkur gegn Njarðvík í kvöld þegar þessir grannar mættust í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins í körfubolta.

Herði fannst sínir menn hafa haldið ákveðnu skipulagi allan leikinn og skynsemi hafi ráðið för í sóknarleik liðsins. Þar hafi verið ráðist á veikleika Njarðvíkinga og að vörn liðsins hafi einnig verið sterk. 

Hörður sagði að aldrei hafi hann farið eins vel yfir leik annars liðs eins og fyrir þennan leik þannig að ekkert hafi komið á óvart í leik Njarðvíkinga, nema þá kannski að Njarðvíkingar hafi ekki farið í svæðisvörn, þar sem Keflvíkingar hafi hikstað þar í síðasta leik liðanna. 

Þættir