Love Island á leiðinni til Íslands

FÓLKIÐ  | 18. desember | 16:36 
Það sem gerist í Love Island, fær öll heimsbyggðin að vita af! Love Island er raunveruleikaþáttaröð sem slegið hefur í gegn í Bretlandi og nú geta Íslendingar fengið að fylgjast með bresku ástarbrölti af bestu gerð.

Það sem gerist í Love Island, fær öll heimsbyggðin að vita af! Love Island er raunveruleikaþáttaröð sem slegið hefur í gegn í Bretlandi og nú geta Íslendingar fengið að fylgjast með bresku ástarbrölti af bestu gerð. 

Love Island hefur verið sýnd í Bretlandi síðustu sumur en vegna gríðarlegra vinsælda hefur verið ákveðið að bæta við nýrri vetrarútgáfu af þáttunum. Fyrsti þátturinn verður sýndur í Sjónvarpi Símans Premium um miðjan janúar.

Í þáttunum er fylgst með hópi af einstaklingum í afskekktri glæsivillu, para sig saman í leit að ástinni.

Til þess að hita upp fyrir fjörið er öll þáttaröð síðasta sumars nú aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium.

Þættir