Riise skoraði fallegra mark en Beckham (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 15. janúar | 15:37 
Liverpool vann afar sterkan 3:1-sigur á erkifjendunum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta 4. nóvember 2001.

Liverpool vann afar sterkan 3:1-sigur á erkifjendunum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta 4. nóvember 2001. 

Michael Owen og John Arne Riise skoruðu mörk Liverpool á meðan David Beckham skoraði mark Manchester United. Markið hjá Norðmanninum Riise var sérstaklega fallegt, en hann skoraði þá beint úr aukaspyrnu. 

Svipmyndir úr þessum minnisstæða leik má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Liverpool og Manchester United mætast á sunnudag klukkan 16:30 á Anfield. 

Þættir