Er næsti Sadio Mané í Watford?

ÍÞRÓTTIR  | 17. janúar | 10:18 
Er næsti Sadio Mané í liði Watford í dag? Bjarni Þór Viðarsson sérfræðingur Símans Sport í enska fótboltanum telur að senegalski kantmaðurinn Ismaila Sarr geti náð langt og orðið góð söluvara fyrir Watford.

Er næsti Sadio Mané í liði Watford í dag? Bjarni Þór Viðarsson sérfræðingur Símans Sport í enska fótboltanum telur að senegalski kantmaðurinn Ismaila Sarr geti náð langt og orðið góð söluvara fyrir Watford.

Bjarni og Tómas Þór Þórðarson fara í meðfylgjandi myndskeiði yfir 23. umferðina í enska fótboltanum sem leikin er um helgina. Þeir ræða sérstaklega uppgang Watford í síðustu leikjum eftir að Nigel Pearson tók við liðinu en Watford tekur á móti Tottenham í fyrsta leik morgundagsins.

Þá spjalla þeir um lið Arsenal og Sheffield United sem hefst klukkan 15 á morgun og er sýndur beint á bæði Símanum Sport og mbl.is og ræða síðan að sjálfsögðu ítarlega um stórleik Liverpool og Manchester United sem fram fer síðdegis á sunnudaginn.

Þættir