Sammála um að Liverpool muni hafa betur (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 17. janúar | 11:08 
Þeir Owen Hargreaves og Michael Owen, fyrrverandi leikmenn Manchester United og Liverpool, eru sammála um að Liverpool muni vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn.

Þeir Owen Hargreaves og Michael Owen, fyrrverandi leikmenn Manchester United og Liverpool, eru sammála um að Liverpool muni vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn.

Hargreaves og Owen fara yfir liðin í meðfylgjandi myndskeiði og Hargreaves rifjar m.a. upp að Alex Ferguson, stjóri United í áraraðir, hafi alltaf lagt áherslu á að leikirnir við Liverpool væru þeir stærstu og mikilvægustu.

Owen segir að Liverpool sé með betri leikmenn og lið í dag, séu ekki bara efstir á Englandi heldur ríkjandi Evrópu- og heimsmeistarar. Það sé engin spurning hvernig þessi leikur fari.

Leikur liðanna fer fram á Anfield á sunnudaginn klukkan 16.30 og er sýndur beint á Símanum Sport.

Þættir