Spáir fimm mörkum og sigri Arsenal (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 20. janúar | 15:52 
Ian Wright, sem skoraði á sínum tíma 128 mörk í 221 deildarleik með Arsenal, fer yfir leik Chelsea og Arsenal í meðfylgjandi myndskeiði, en liðin mætast í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld klukkan 20:15.

Ian Wright, sem skoraði á sínum tíma 128 mörk í 221 deildarleik með Arsenal, fer yfir leik Chelsea og Arsenal í meðfylgjandi myndskeiði, en liðin mætast í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld klukkan 20:15. 

Chelsea vann fyrri leik liðanna á tímabilinu 2:1, eftir að Arsenal komst í 1:0. Chelsea er í fjórða sæti deildarinnar með 39 stig og Arsenal í tíunda sæti með 29 stig. 

Þetta skemmtilega innslag hjá Ian Wright má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska fótboltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir