Hársbreidd frá sigurmarki (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 15. febrúar | 18:19 
Einn leik­ur var á dag­skrá í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í gærkvöld. Grann­arn­ir Wol­ves og Leicester átt­ust þá við á Mol­ineux-vell­in­um í Wol­ver­hampt­on og skildu jafn­ir, 0:0.

Einn leik­ur var á dag­skrá í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í gærkvöld. Grann­arn­ir Wol­ves og Leicester átt­ust þá við á Mol­ineux-vell­in­um í Wol­ver­hampt­on og skildu jafn­ir, 0:0.

 

Wol­ves var tölu­vert nær því að vinna leik­inn, því Willy Boly skoraði mark sem var dæmt af vegna afar naumr­ar rang­stöðu og Raúl Jimé­nez fór illa með afar gott tæki­færi.

Þá spilaði Leicester síðasta kort­érið manni færri þar sem Hamza Choudhury fékk sitt annað gula spjald á 76. mín­útu. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir