Dauðsföllin nálgast 20 þúsund

ERLENT  | 25. mars | 13:06 
Alls hafa 19.246 látist úr kórónuveirunni í heiminum samkvæmt opinberum tölum sem birtar hafa verið klukkan 11 í morgun. Fjöldi íbúa heimsins sem hefur smitast er kominn í 427.940 í 181 landi frá því fyrsta veirusmitið kom upp í kínversku borginni Wuhan í desember.

Alls hafa 19.246 látist úr kórónuveirunni í heiminum samkvæmt opinberum tölum sem birtar hafa verið klukkan 11 í morgun. Fjöldi íbúa heimsins sem hefur smitast er kominn í 427.940 í 181 landi frá því fyrsta veirusmitið kom upp í kínversku borginni Wuhan í desember.

Samkvæmt upplýsingum frá AFP-fréttastofunni eru tölurnar komnar frá WHO og opinberum aðilum í ríkjunum. Á Ítalíu eru 6.820 látnir, smitin eru 69,176 og 8.326 hafa náð fullum bata.

 

Á Spáni eru 3.434 látnir en 47.610 hafa smitast og 5.367 náð bata. Í Kína er 3.281 látinn og 81.218 smitaðir. Í Íran hafa 2.077 látist og 27.017 smitast, í Frakklandi eru 1.100 látnir og  22.302 hafa fengið veiruna. Í Bandaríkjunum eru 600 látnir og 55.225 smit hafa greinst þar í landi.

Frá því í gærkvöldi hafa fyrstu dauðsföllin verið skráð í Kamerún og Níger en fyrstu smitin í Lýbíu, Laos, Belís, Grenada, Malí og Dóminíkaníska. 

 

 

 https://www.mbl.is/frettir/skyringarmynd/koronuveira_stadfest_smit_lond/

Þættir