Fámáll Fergie veitti innblástur (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 20. apríl | 13:43 
Hinn 29. september árið 2001 heimsóttu Englandsmeistarar Manchester United lið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Hinn 29. september árið 2001 heimsóttu Englandsmeistarar Manchester United lið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn var afar fjörugur en Tottenham leiddi með þremur mörkum gegn engu í hálfleik eftir að þeir Dean Richards, Les Ferdinand og Christian Ziege höfðu skorað fyrir Tottenham í fyrri hálfleik. 

Leikmenn Manchester United neituðu hins vegar að gefast upp og á 73. mínútu tókst Ruud van Nistelrooy að jafna metin fyrir United eftir að Andy Cole hafði skoraði tvívegis fyrir United í upphafi síðari hálfleiks. Þeir Juan Sebastián Verón og David Beckham bættu svo við hvor sínu markinu fyrir United undir lokin.

Enska úrvalsdeildin ásamt Steve Bower, fréttamanni hjá BBC, rifjaði upp leikinn á dögunum ásamt Glenn Hoddle, þáverandi stjóra Tottenham, og Andy Cole. „Það voru fáir betri í hálfleiksræðunum sínum en sir Alex Ferguson á þessum tíma en hann var ansi fámall í hálfleik og sagði lítið við okkur,“ rifjaði Andy Cole upp.

„Eins vel og við spiluðum í fyrri hálfleik þá vorum við jafn slakir í þeim seinni,“ sagði Glenn Hoddle. „Ég sagði strákunum að halda markinu hreinu fyrstu tíu til fimmtán mínúturnar en við fengum á okkur mark í upphafi hálfleiksins og það varð til þess að sjálfstraustið molnaði niður í liðinu og hjá stuðningsmönnunum,“ bætti Hoddle við.

Þættir