Disneyland í Sjanghæ opnaði dyr sínar

FERÐALÖG  | 14. maí | 10:28 
Disneyland í Sjanghæ í Kína opnaði í byrjun vikunnar. Gestir skemmtigarðsins verða að vera með andlitsgrímur og eru þeir hitamældir áður en þeir komast inn í garðinn.

Disneyland í Sjanghæ í Kína opnaði í byrjun vikunnar. Gestir skemmtigarðsins verða að vera með andlitsgrímur og eru þeir hitamældir áður en þeir komast inn í garðinn.

Garðurinn hefur verið lokaður í þrjá og hálfan mánuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þótt garðurinn hafi opnað dyr sínar er ekki allt eins og það var áður en heimsfaraldurinn skall á. 

Undir venjulegum kringumstæðum geta 80 þúsund manns heimsótt garðinn og 12 þúsund manns vinna þar á hverjum degi. Á opnunardegi garðsins í vikunni var hins vegar fjölmennara í hópi starfsfólks en gesta. 

Stjórnandi Disneylands í Sjanghæ, Andrew Bolstein, sagði í viðtali við CNN Travel að garðurinn hefði aukið við þann fjölda sem sinnir þrifum í garðinum. 

Flestir gestanna sem heimsóttu garðinn þennan fyrsta dag voru íbúar Sjanghæ og leyndi gleðin sér ekki, þrátt fyrir að allir hafi verið með andlitsgrímu.

Þættir