Forseti/áhrifavaldur í herferð

INNLENT  | 15. maí | 14:13 
Áhrifavaldurinn og forsetinn Guðni Th. Jóhannesson var við tökur á auglýsingu fyrr í dag fyrir hakkaþon eða hugmyndasamkeppni sem fram fer síðar í mánuðinum og ber nafnið Hack the crisis. Þar verður leitað að atvinnuskapandi hugmyndum og lausnum á öllum sviðum atvinnulífsins.

Áhrifavaldurinn og forsetinn Guðni Th. Jóhannesson var við tökur á auglýsingu fyrr í dag fyrir hakkaþon eða hugmyndasamkeppni sem fram fer síðar í mánuðinum og ber nafnið Hack the crisis sem gæti útlagst sem „Hökkum kreppuna“ á íslensku. Þar verður leitað að atvinnuskapandi hugmyndum og lausnum á öllum sviðum atvinnulífsins.   

mbl.is var við Tjörnina í morgun og í myndskeiðinu segja þær Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Kristjana Björk Barðdal frá keppninni sem fer alfarið fram á netinu síðar í mánuðinum.

Hægt er finna frekari upplýsingar og skrá sig til leiks á hakkathon.is en peningaverðlaun frá hálfri upp að einni milljón króna eru í verðlaun auk aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndunum í framkvæmd.  

 

Þættir