Fujifjall lokað í sumar vegna veirunnar

FERÐALÖG  | 20. maí | 12:32 
Hið einstaka Fujifjall í Japan verður lokað í sumar fyrir göngugörpum. Fjallið verður lokað til að hindra útbreiðslu veirunnar.

Hið einstaka Fujifjall í Japan verður lokað í sumar fyrir göngugörpum. Fjallið verður lokað til að hindra útbreiðslu veirunnar. 

Fuji er hæsta fjall í Japan og gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem og göngugarpa. Fjallið er 3.776 metra yfir sjávarmáli og er efsti toppur þess hulinn snjó um fimm mánuði á ári. 

Þetta er í fyrsta skipti síðan 1960 sem allar gönguleiðir á fjallið eru lokaðar. Flestir reyna að ná toppi fjallsins á bilinu 10. júlí til 10. september. Um 236.000 lögðu leið sína á Fujifjall á síðasta ári.

Þættir