Fellibylur í skugga kórónuveirunnar

ERLENT  | 20. maí | 10:10 
Sjálfboðaliði Rauða krossins í Bangladess drukknaði í dag þegar bát, sem flutti fólk á brott vegna komu fellibyljarins Amphan, hvolfdi. Fjórir voru um borð í bátnum er honum hvolfdi. Milljónir hafa verið fluttar á brott vegna Amphan sem er einn stærsti fellibylur sem hefur gengið á land í langan tíma.

Sjálfboðaliði Rauða krossins í Bangladess drukknaði í dag þegar bát, sem flutti fólk á brott vegna komu fellibyljarins Amphan, hvolfdi. Fjórir voru um borð í bátnum er honum hvolfdi. Milljónir hafa verið fluttar á brott vegna Amphan sem er einn stærsti fellibylur sem hefur gengið á land í langan tíma. 

Von er á að Amphan gangi á land í Bangladess síðar í dag og er spáin fyrir þetta svæði skelfileg, úrhellisrigning og fárviðri. Þegar er farið að rigna mikið og eins er bálhvasst í austurhluta Indlands og Bangladess en Amphan nálgast land óðfluga á hraðferð sinni um Bengalflóa. 

Þetta er fyrsti risastóri fellibylurinn á þessu svæði í tvo áratugi en vegna kórónuveirufaraldursins hefur brottflutningur íbúa gengið erfiðlega fyrir sig. 

Fyrsti viðkomustaður Amphan er Sundarbans, fenjasvæðið í kringum landamæri Indlands og Bangladess. Þaðan fer fellibylurinn norður og norðaustur í átt að stórborgum eins og Kolkata. 

Frétt mbl.is

Yf­ir­völd í Bangla­dess ótt­ast að styrk­ur Amp­h­an verði svipaður felli­byln­um Sidr sem olli gríðarlegri eyðilegg­ingu árið 2007. Þá lét­ust yfir 3.500 manns í óveðrinu, aðallega vegna mikilla flóða sem fylgdu í kjöl­far storms­ins.

Þættir