Mark í enska boltanum í sýndarveruleika (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 22. júní | 17:06 
Steven Bergwijn kom Tottenham yfir gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á föstudaginn var. Leiknum lauk hins vegar með 1:1-jafntefli þar sem Bruno Fernandes jafnaði metin fyrir United úr víti í seinni hálfleik.

Steven Bergwijn kom Tottenham yfir gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á föstudaginn var. Leiknum lauk hins vegar með 1:1-jafntefli þar sem Bruno Fernandes jafnaði metin fyrir United úr víti í seinni hálfleik. 

Tómas Þór Þórðarson, Bjarni Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen ræddu um markið í Vellinum á Símanum sport og þá skoðuðu þeir það sömuleiðis í sýndarveruleika. 

Sjón er sögu ríkari og má sjá niðurstöðuna í spilaranum hér fyrir ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir