Hræðileg meiðsli hjá markverði Arsenal (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 22. júní | 16:13 
Þýski markvörðurinn Berndt Leno var borinn af velli í fyrri hálfleik er Arsenal þurfti að sætta sig við 1:2-tap fyrir Brighton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn var. Leno lenti þá í samstuði við Neal Maupay og lenti afar illa.

Þýski markvörðurinn Berndt Leno var borinn af velli í fyrri hálfleik er Arsenal þurfti að sætta sig við 1:2-tap fyrir Brighton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn var. Leno lenti þá í samstuði við Neal Maupay og lenti afar illa. 

Tómas Þór Þórðarson ræddi við gesti sína Eið Smára Guðjohnsen og Bjarna Þór Viðarson um atvikið í Vellinum á Símanum sport og hegðun Mattéo Guendouzi, miðjumanns Arsenal, í kjölfarið. 

Umræðurnar og atvikin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir