Sigurmark fyrirliðans (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 30. júní | 8:48 
Ben Mee reyndist hetja Burnley þegar liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Selhurst Park í London í gær.

Ben Mee reyndist hetja Burnley þegar liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Selhurst Park í London í gær.

Mee, sem er fyrirliði Burnley og lék sinn 300. deildaleik fyrir félagið í gærkvöld, skoraði sigurmark leiksins á 62. mínútu í 1:0-sigri Burnley en liðið fór með sigrinum upp í áttunda sæti deildarinnar í 45 stig.

Leikur Crystal Palace og Burnley var í beinni útsendingu á Símanum Sport.

Þættir