Eitt furðulegasta mark tímabilsins (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 11. júlí | 21:59 
Manchester City valtaði yfir Brighton á útivelli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, 5:0.

Manchester City valtaði yfir Brighton á útivelli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, 5:0. 

Raheem Sterling var í banastuði í Brighton og skoraði þrennu. Var þriðja markið hans og fimmta mark City afar skrautlegt, en hann datt þá furðulega á boltann með þeim afleiðingum að hann skallaði hann óvart á milli fóta Matts Ryans í marki City. 

Sjón er sögu ríkar en markið og önnur atvik úr leiknum má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir