Jóhann Berg: Hélt hann myndi dæma víti (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 13. júlí | 23:12 
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, var í samtali við þá Tómas Þór Þórðarson, Eið Smára Guðjonhsen og Bjarna Þór Viðarsson í þætt­in­um Völl­ur­inn á Sím­inn Sport í kvöld.

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, var í samtali við þá Tómas Þór Þórðarson, Eið Smára Guðjonhsen og Bjarna Þór Viðarsson í þætt­in­um Völl­ur­inn á Sím­inn Sport í kvöld.

Burnley sótti frækið stig á Anfield gegn nýkrýndum Englandsmeisturum Liverpool á laugardaginn, 1:1, en Jóhann Berg kom inn á 65. mínútu í leiknum og lét til sín taka. Hann var nálægt því að gefa vítaspyrnu þegar hann renndi sér óvarlega inn í teig og virtist fella Andrew Robertson, leikmann Liverpool. Hann var svo nálægt því að tryggja gestunum sigur þegar skot hans í teign­um small í þverslánni.

„Ég bara beið eftir því, ég hélt klárlega að hann myndi dæma vítaspyrnu,“ sagði Jóhann Berg um atvikið. „Hægri fóturinn hefur aldrei verið þinn uppáhalds, hvorki í tæklingum né í færum,“ bætti þá Eiður Smári við.

Jóhann ræddi leikinn gegn Liverpool, Sean Dyche knattspyrnustjóra Burnley og fleira í viðtalinu skemmtilega en það má horfa á það allt í spilaranum hér að ofan.

Þættir