Harry Kane sá um Newcastle (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 15. júlí | 22:16 
Harry Kane skoraði tvívegis fyrir Tottenham þegar liðið sótti Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Harry Kane skoraði tvívegis fyrir Tottenham þegar liðið sótti Newcastle heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leiknum lauk með 3:1-sigri Tottenham en Son Heung-Min kom Tottenham yfir á 27. mínútu.

Matt Ritchie jafnaði metin fyrir Newcastle snemma í síðari háflleik en Harry Kane kom Tottenham aftur yfir, fjórum mínútum síðar, áður en hann bætti við þriðja marki Tottenham í uppbótartíma.

Leikur Newcastle og Tottenham var sýndur beint á Síminn Sport.

 

Þættir