„Evrópsku“ sjúkrabílarnir á götuna

INNLENT  | 14. ágúst | 13:57 
Rauði Krossinn afhenti í dag formlega 25 sjúkrabíla en þegar er byrjað að nota bílana sem eru gulir og grænir að lit og því nokkuð ólíkir þeim sem eldri eru. Nýju bílarnir eru frá Mercedes Benz og bæta starfsaðstæður sjúkraflutningafólks hér á landi verulega að sögn varaslökkviliðsstjóra SHS.

Rauði Krossinn afhenti í dag formlega 25 sjúkrabíla en þegar er byrjað að nota bílana sem eru gulir og grænir að lit og því nokkuð ólíkir þeim sem eldri eru. Nýju bílarnir eru frá Mercedes Benz Spinter og bæta starfsaðstæður sjúkraflutningafólks hér á landi verulega að sögn Birgis Finnssonar, varaslökkviliðsstjóra SHS. 

Litir bílanna hafa vakið talsverða athygli þar sem svokallað Battenburg mynstrið er áberandi ásamt gula litnum. Breytingunni er ætlað að auka sýnileika bílanna í umferðinni og skerpa muninum á milli sjúkrabíla og slökkviliðsbíla. „Þessi litur heitir meira að segja sjúkrabílalitur í einhverjum litakóðum þannig að við erum að verða eins og Evrópa í raun og veru,“ segir Birgir.

 

Á meðal þess sem bætir bílana mikið er loftpúðadempun sem gerir fjöðrun mýkri, en hún skiptir miklu máli í sjúkraflutningum. Að sama skapi gefur hún möguleika á að hækka og lækka bílana eftir því sem aðstæður krefjast og auðvelda þannig að koma sjúkrabörum um borð í bílana. Þá er rafræn stýring fyrir lýsingu, hita, lofkælingu, loftpúða  er í bílunum sem hægt er að stjórna frá 5 mismunandi stöðum.

Í myndskeiðinu er kíkt inn í einn af nýju bílunum.

Fyrstu fimm bílarnir voru afhentir föstudaginn um miðjan júlí og síðan þá hafa nýir bílar komið til landsins í hverri viku. Gert er ráð fyrir að þeir verði allir komnir til landsins í september. Annað útboð er nú í undirbúningi þar sem aðrir 25 bílar verða keyptir en áætlað er að þeir berist hingað í lok næsta árs. 

 

Þættir