Loksins þarf ekki að gefa vínið

INNLENT  | 11. september | 15:33 
„Núna loksins þarf maður ekki að gefa vínið með sér. Maður getur drukkið það bara sjálfur,“ segir Unnsteinn Hermannsson um hvernig það hefur gengið að halda söngvatninu út af fyrir sig í réttarstörfunum. Það var mikið um að vera í Hrunamannarétt í morgun.

„Núna loksins þarf maður ekki að gefa vínið með sér. Maður getur drukkið það bara sjálfur,“ segir Unnsteinn Hermannsson um hvernig það hefur gengið að halda söngvatninu út af fyrir sig í réttarstörfunum. Það var mikið um að vera í Hrunamannarétt í morgun þar sem um 180 manns voru í réttarstörfum.

Frétt af mbl.is

Vikan hefur farið í að smala og hefur það gengið afar vel að sögn Jóns Bjarnasonar, fjallkóngs Hrunamanna, en hátt í 4.000 ær af 14 bæjum eru í Hrunamannarétt.

mbl.is var á staðnum í morgun en töluvert fámennara er í réttunum í ár vegna tilmæla sóttvarnalæknis.   

Þættir