Mikill rígur á milli Liverpool og Chelsea (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 18. september | 15:44 
Liverpool og Chelsea eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag klukkan 15:30. Þrátt fyrir að rúmir 350 kílómetrar skilji liðin af, er mikill rígur á milli félaganna.

Liverpool og Chelsea eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag klukkan 15:30. Þrátt fyrir að rúmir 350 kílómetrar skilji liðin af, er mikill rígur á milli félaganna.

Liverpool hafði nokkurt tak á Chelsea, þangað til Roman Abramovich keypti Chelsea árið 2003 og gerði liðið að einu besta liði Englands. 

Liðin mættust fimm ár í röð í Meistaradeild Evrópu og varð mikill rígur út frá því. Ekki minnkaði hann þegar Chelsea keypti Fernando Torres af Liverpool, en Torres hafði verið Chelsea erfiður og skorað ótt og títt gegn liðinu. 

Myndskeið um ríg Chelsea og Liverpool má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir