Kewell: Heppilegast að dúndra fram gegn Liverpool (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 29. september | 0:09 
Ástralinn geðþekki Harry Kewell hafði eitt og annað að segja um sitt gamla lið, Liverpool, í viðtali við Símann Sport í kvöld.

Ástralinn geðþekki Harry Kewell hafði eitt og annað að segja um sitt gamla lið, Liverpool, í viðtali við Símann Sport í kvöld. 

„Mér fannst Liverpool vera við stjórnvölinn frá upphafi. Með góðri pressu náði Liverpool að halda Arsenal á þeirra vallarhelmingi á köflum og Arsenal liðið leit ekki alltaf vel út við þær aðstæður. Ég furða mig á því að lið skuli reyna að spila fram völlinn frá eigin marki þegar Liverpool er með þessa þrjá menn í fremstu víglínu. Mér finnst eina vitið vera að koma boltanum sem lengst fram og reyna að búa eitthvað til sem lengst frá eigin marki. Þessi frammistaða Liverpool var í þeim gæðaflokki að hún ætti að hræða önnur lið í deildinni,“ sagði Kewell meðal annars eftir leik Liverpool og Arsenal.

Eiður Smári Guðjohnsen tók undir þetta og þótti spilamennska Arsenal stundum barnaleg í ljósi þess hversu öflug pressan er hjá Liverpool.

Kewell rökstuddi frekar hvers vegna háskalegt er að spila frá eigin vítateig gegn Liverpool.

Viðtalið við Harry Kewell í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir