Tugmilljóna tap í hverri viku

INNLENT  | 5. október | 17:35 
„Hver vika hérna kostar tugi milljóna,“ segir Þröstur Jón Sigfússon, eigandi Sporthússins sem hefur verið gert að loka í tvær vikur. Í heildina eru viðskiptavinir stöðvanna um 12 þúsund. Í níu vikna lokun fyrr á árinu bauðst honum styrkur upp á 3,6 milljónir frá stjórnvöldum auk hlutabótaleiðar.

„Hver vika hérna kostar tugi milljóna,“ segir Þröstur Jón Sigfússon, eigandi Sporthússins sem hefur verið gert að loka í tvær vikur. Í heildina eru viðskiptavinir stöðvanna um 12 þúsund. Í níu vikna lokun fyrr á árinu bauðst honum styrkur upp á 3,6 milljónir frá stjórnvöldum auk hlutabótaleiðar. 

Þegar fréttir bárust af fyrirhuguðum lokunum segir hann að um 150 starfsmenn hafi haft samband við sig enda fyrirvarinn skammur. Hann gat fá svör gefið enda litlar upplýsingar að fá frá stjórnvöldum.

Þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu sem enginn er ánægður með segist hann þó hafa trú á að líf færist í eðlilegt horf á einhverjum tímapunkti.

Í myndskeiðinu er rætt við hann um framtíðarhorfur í rekstrinum sem eru afar óljósar.

8 smitaðir í stöðvarnar en engin smit

Líkt og annars staðar hefur mikið verið lagt upp úr sóttvörnum í stöðvum Sporthússins undanfarna mánuði. Til marks um það nefnir Þröstur að átta sinnum hafi ferðir smitaðra einstaklinga verið raktar inn á þær. Í þeim tilfellum hefur mikið samráð verið haft við smitrakningarteymið og ekkert smit var rakið til þessara tilfella. „Við erum með eitthvað um tólf þúsund viðskiptavini og það að það hafi ekki orðið eitt einasta smit hér innanhúss hjá okkur svo ég viti finnst mér býsna góður mælikvarði á það,“ segir Þröstur Jón. 

Reglugerðin um lokanirnar er lítillega opnari nú en fyrr á árinu og því gerir Þröstur ráð fyrir að utanhúsæfingar í greinum á borð við crossfit geti farið fram við stöðina auk þess sem knattspyrnusalir stöðvarinnar verða opnir en enn er verið að skipuleggja næstu daga í starfseminni. 

Þættir