10 milljónir í skimun vegna 13 smita

ERLENT  | 15. október | 9:36 
Tæplega tíu milljónir íbúa kínversku hafnarborgarinnar Qingdao hafa verið skimaðir fyrir kórónuveirunni eftir að þrettán borgarbúar greindust með veiruna.

Tæplega tíu milljónir íbúa kínversku hafnarborgarinnar Qingdao hafa verið skimaðir fyrir kórónuveirunni eftir að þrettán borgarbúar greindust með veiruna.

Aðstoðarborgarstjóri Qingdao, Luan Xin, segir að yfir 9,9 milljón sýni hafi þegar verið tekin og niðurstaða sé komin í 7,6 milljónum þeirra. Ekkert nýtt smit fannst í þeim. 

Alls hafa verið staðfest 13 smit í borginni að sögn Luan. Á morgun, föstudag, lýkur sýnatökunni meðal 9,4 milljóna borgarbúa og 1,5 milljón gesta sem þar eru. Byrjað var á sýnatökunni á mánudag eftir að sex smit voru staðfest þar á sunnudag. 

Smitin eru rakin til sjúkrahúss í borginni sem tekur á móti kórónuveirusjúklingum erlendis frá. Forstjóri þess, Dang Kai, var rekinn úr starfi í dag og er til rannsóknar af yfirvöldum að sögn borgarlæknis.

Af 13 staðfestum tilfellum höfðu átta leitað sér lækninga á sjúkrahúsinu. Auk þess sem einn er ættingi sjúklings þar. 

Þættir