Grímuklæddir Norður-Kóreumenn komu saman

ERLENT  | 13. október | 8:50 
Þúsundir Norður-Kóreumanna komu saman á Kim Il Sung-torginu í höfuðborginni Pyongyang til að láta í ljós stuðning sinn við ríkisstjórnina. Allir voru þeir grímuklæddir, sem er breyting frá hersýningu sem var haldin tveimur dögum fyrr.

Þúsundir Norður-Kóreumanna komu saman á Kim Il Sung-torginu í höfuðborginni Pyongyang til að láta í ljós stuðning sinn við ríkisstjórnina. Allir voru þeir grímuklæddir, sem er breyting frá hersýningu sem var haldin tveimur dögum fyrr.

 

Yfirvöld héldu athöfnina í gær við upphaf „80 daga herferðarinnar“, sem á að efla efnahag landsins fyrir landsfund kommúnistaflokksins í janúar. Herferðir sem þessar, oft kallaðar „bardagar“, fela í sér lengri vinnudaga og fleiri skylduverk hjá almenningi og eru þær algengar í Norður-Kóreu í aðdraganda stórviðburða.

 

Hermenn, verkamenn og nemar voru öll grímuklædd í gær á troðfullu torginu og héldu á skiltum með slagorðum á borð við „Höldum ferðinni áfram í takt við okkar kæra leiðtoga, Kim Jong-un“.

 

Landamærum Norður-Kóreu var lokað í janúar til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu en veiran kom fyrst upp í nágrannnaríkinu Kína. Á hersýningunni sem var haldin á laugardaginn, þegar yfirvöld afhjúpuðu nýjustu eldflaugar sínar, sagði Kim að ekkert kórónuveirusmit hefði greinst í landinu. Þakkaði hann almenningi fyrir að passa upp á heilsuna.  

Þættir