Valtar City enn og aftur yfir West Ham? (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 22. október | 16:04 
Manchester City líður afar vel þegar liðið heimsækir West Ham á London-völlinn. Síðan West Ham flutti á völlinn hefur City unnið allar fjórar viðureignir liðanna afar sannfærandi með samanlagðri markatölu 17:1.

Manchester City líður afar vel þegar liðið heimsækir West Ham á London-völlinn. Síðan West Ham flutti á völlinn hefur City unnið allar fjórar viðureignir liðanna afar sannfærandi með samanlagðri markatölu 17:1. 

City hefur þrisvar skorað fjögur mörk á vellinum og einu sinni fimm mörk. Það má því búast við mörkum þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni klukkan 11:30 á laugardaginn kemur. 

Eru bæði lið með sjö stig í 9. og 11. sæti en City hefur leikið einum leik minna. 

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir