Tilþrifin: Markvörðurinn tryggði Chelsea stig

ÍÞRÓTTIR  | 24. október | 19:31 
Manchester United og Chel­sea skildu jöfn, 0:0, í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í kvöld. Manchester United komst nær því að skora en Edou­ard Men­dy í marki Chel­sea varði nokkr­um sinn­um afar vel.

Manchester United og Chel­sea skildu jöfn, 0:0, í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í kvöld. Manchester United komst nær því að skora en Edou­ard Men­dy í marki Chel­sea varði nokkr­um sinn­um afar vel. 

Marcus Rash­ford komst næst því að skora hjá United í báðum hálfleik­um. Und­ir lok fyrri hálfleik slapp hann inn fyr­ir vörn Chel­sea en Men­dy í mark­inu varði vel frá hon­um. Und­ir lok leiks náði enski fram­herj­inn föstu skoti og virt­ist bolt­inn vera á leiðinni upp í sam­skeyt­in þegar Men­dy varði stór­glæsi­lega. 

Bæði lið hafa aðeins unnið tvö sigra hvort til þessa á leiktíðinni. Chel­sea er í sjötta sæti með níu stig og Manchester United í 15. sæti með sjö stig. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir