Ince við Eið og Tómas: Eins og tveir þungavigtarmenn

ÍÞRÓTTIR  | 24. október | 19:46 
Manchester United og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Old Trafford í dag. Paul Ince fyrrverandi leikmaður Liverpool og Manchester United ræddi við Eið Smára Guðjohnsen og Tómas Þór Þórðarson á Símanum sport eftir leik.

Manchester United og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Old Trafford í dag. Paul Ince fyrrverandi leikmaður Liverpool og Manchester United ræddi við Eið Smára Guðjohnsen og Tómas Þór Þórðarson á Símanum sport eftir leik. 

Ince var ekki sérstkalega hrifinn af leiknum og sagði hann leiðinlegan og líkti honum saman við tvo þingavigtarmenn í hnefaleikum sem tókst ekki að slá hvor annan niður. 

„United tók engar áhættur og vildi ekki tapa leiknum. United er á heimavelli og ég vildi sjá meira frá þeim. Bestu liðin taka áhættur,“ sagði Ince. 

Viðtalið við Ince má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir