Létt á lubbum landsmanna

INNLENT  | 18. nóvember | 13:26 
Það var brjálað að gera á rakarastofunni Herramönnum í Hamraborg í morgun þegar byrjað var að létta á lubbum eftir langa bið. Gauti Torfason, rakari, segist sjaldan hafa séð sína menn jafn loðna og var álagið slíkt í morgun að tímapantanakerfið hrundi.

Það var brjálað að gera á rakarastofunni Herramönnum í Hamraborg í morgun þegar byrjað var að létta á lubbum eftir langa bið. Gauti Torfason, rakari, segist sjaldan hafa séð sína menn jafn loðna og þá er mikið sagt því stofan var opnuð árið 1961. Álagið í morgun var slíkt að tímapantanakerfið hrundi að sögn Gauta.

Ljóst er að stórátak þarf á landsvísu við að gera kolla þjóðarinnar boðlega fyrir hátíðarnar og þar munu Gauti og hans fólk ekki láta sitt eftir liggja. Laugardags- og kvöldopnanir eru því framundan á rakarastofunni.

mbl.is kom við í Hamraborginni í morgun.

Þættir