Bíleigandi slapp naumlega

ERLENT  | 21. nóvember | 22:22 
Eigandi bifreiðar slapp naumlega þegar steypukápa háhýsis í rússnesku borginni Vladivostok hrundi á bílinn þegar hann var í rólegheitum að skafa af bílrúðunni.

Eigandi bifreiðar slapp naumlega þegar steypukápa háhýsis í rússnesku borginni Vladivostok hrundi á bílinn þegar hann var í rólegheitum að skafa af bílrúðunni.

Óveður hefur geisað í hluta Rússlands og var lýst yfir neyðarástandi í borginni Vladivostok en þar voru 150 þúsund íbúar án vatns og rafmagns eftir að raflínur eyðilögðust í óveðrinu. Loka þurfti skólum í borginni og allar samgöngur lömuðust í óveðrinu. Því fylgdi ísregn þannig að nánast allar byggingar og samgöngutæki voru þakin ís. 

Ótrúlegar myndir og myndskeið hafa verið birt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum sem sýna borgina bókstaflega ísilagða. 

 

 

 

Þættir