Mörkin: Chelsea fór á toppinn

ÍÞRÓTTIR  | 21. nóvember | 17:40 
Chel­sea fór í dag upp í topp­sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta með 2:0-útisigri á Newcastle í fyrsta leik helgar­inn­ar. Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.

Chel­sea fór í dag upp í topp­sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta með 2:0-útisigri á Newcastle í fyrsta leik helgar­inn­ar. Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.

Chel­sea byrjaði af mikl­um krafti og komst yfir á 10. mín­útu eft­ir sjálfs­mark hjá Federico Fer­nández. Gest­irn­ir héldu áfram að sækja og Timo Werner fékk nokk­ur færi til að bæta við öðru marki en án ár­ang­urs og var staðan í leik­hléi 1:0. 

Newcastle byrjaði ágæt­lega í seinni hálfleik og skapaði sér fín færi, en það var Chel­sea sem skoraði annað mark leiks­in á 65. mín­útu. Werner vann bolt­ann á eig­in vall­ar­helm­ingi og spretti upp all­an völl­inn áður en hann sendi á Tammy Abra­ham sem skoraði annað mark Chel­sea. 

Þættir