Þegar United og Liverpool slógust um titilinn (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 14. janúar | 8:35 
Manchester United og Liverpool mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn og af því tilefni er ágætt að rifja upp titilbaráttu liðanna fyrir tólf árum, þegar þau börðust um enska meistaratitilinn tímabilið 2008-09.

Manchester United og Liverpool mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn og af því tilefni er ágætt að rifja upp titilbaráttu liðanna fyrir tólf árum, þegar þau börðust um enska meistaratitilinn tímabilið 2008-09.

Manchester United hafði þá unnið tíu meistaratitla á fyrstu fimmtán árunum eftir stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992 en Liverpool hafði beðið eftir titli frá árinu 1990 - í kjölfarið á mikilli sigurgöngu liðsins í næstu fimmtán ár þar á undan.

Farið er yfir þetta eftirminnilega tímabil í meðfylgjandi myndskeið en leikurinn á sunnudaginn er sýndur á Símanum Sport og hefst klukkan 16.30.

Þættir