Mögnuð þrenna Berbatovs gegn Liverpool (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 13. janúar | 11:40 
Búlgarinn Dimitar Berbatov skoraði magnaða þrennu fyrir Manchester United í sigri á erkifjendunum frá Liverpool, 3:2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu árið 2010.

Búlgarinn Dimitar Berbatov skoraði magnaða þrennu fyrir Manchester United í sigri á erkifjendunum frá Liverpool, 3:2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu árið 2010.

Mörk Berbatovs má sjá í meðfylgjandi myndskeiði ásamt því að rætt er við hann um þennan eftirminnilega leik. Búlgarinn var ekki alltaf vinsælasti leikmaður Manchester United en eftir þennan leik var hann heldur betur í hávegum hafður á Old Trafford.

Eitt markanna var sérstaklega glæsilegt en það skoraði Berbatov með hjólhestaspyrnu.

Liverpool og Manchester United mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield á sunnudaginn kemur kl. 16.30 og leikurinn er sýndur beint á Símanum Sport.

Þættir