Mörkin: Antonio hetja West Ham

ÍÞRÓTTIR  | 19. janúar | 20:38 
Michail Antonio reyndist hetja West Ham þegar liðið vann 2:1-sigur á West Brom í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Michail Antonio reyndist hetja West Ham þegar liðið vann 2:1-sigur á West Brom í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Antonio skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik eftir að Jarrod Bowen hafði komið West Ham yfir í fyrri hálfleik og Matheus Pereira jafnað snemma í seinni hálfleik.

West Ham er í sjöunda sæti deildarinnar með 32 stig en West Brom er í nítjánda og næstneðsta sæti með ellefu stig.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir