Mörkin: Pogba tók til sinna ráða

ÍÞRÓTTIR  | 20. janúar | 22:20 
Paul Pogba réð úrslitum þegar Manchester United sigraði Fulham 2:1 í London í kvöld í ensku úrvalsdeildinni.

Paul Pogba réð úrslitum þegar Manchester United sigraði Fulham 2:1 í London í kvöld í ensku úrvalsdeildinni. 

Pogba

Fulham náði forystunni í leiknum strax á 5. mínútu. Ademola Lookman slapp inn fyrir vörn United og skoraði með hnitmiðuðu skoti.

Úrúgvæinn Edinson Cavani hefur verið fljótur að setja mark sitt á lið United og jafnaði metin á 21. mínútu þegar hann var fyrstur að átta sig í vítateignum og skoraði af stuttu færi.

Frakkinn umtalaði Paul Pogba skoraði sigurmarkið með föstu skoti utan teigs með vinstri fæti á 66. mínútu eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 

Leikur Fulham og Manchester United var í beinni útsendingu hjá Síminn Sport.  

Þættir