Mörkin: Vinstri fæturnir í aðalhlutverki í Newcastle

ÍÞRÓTTIR  | 26. janúar | 21:08 
Jack Harrison skoraði sigurmark Leeds þegar liðið heimsótti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Jack Harrison skoraði sigurmark Leeds þegar liðið heimsótti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Raphinha kom Leeds yfir á 17. mínútu með föstu vinstrifótarskoti innan teigs en Miguel Almirón jafnaði metin fyrir Newcastle á 57. mínútu með vinstri fótar skoti.

Harrison skoraði sigurmark Leeds á 61. mínútu með vinstri fæti og lokatölur því 2:1 í Newcastle.

Leikur Newcastle og Leeds var sýndur beint á Síminn Sport. 

Þættir