Íhaldssama pandan slær í gegn

ERLENT  | 27. janúar | 12:30 
Myndband af sex mánaða gömlu pöndunni Fu Bao hefur slegið í gegn á netinu. Í því sést hún halda sér í fót á dýrahirði í Everland-dýragarðinum skammt frá Seúl. Takið er þétt og það er greinilegt að unginn vill ekki skilja við hirðinn sem tekur nokkur skref með ungann fastan við fótinn.

Myndband af sex mánaða gömlu pöndunni Fu Bao hefur slegið í gegn á netinu. Í því sést hún halda sér í fót á dýrahirði í Everland-dýragarðinum skammt frá Seúl. Takið er þétt og það er greinilegt að unginn vill ekki skilja við hirðinn sem tekur nokkur skref með ungann fastan við fótinn. Eflaust uppátæki sem margir foreldrar kannast vel við hjá eigin ungum.

Fu Bao merkir víst „fjársjóður sem veitir hamingju“ og er því nafn við hæfi á þennan glaðlega unga sem hefur náð vinsældum í netheimum þar sem milljónir áhorfenda á youtube hafa glaðst yfir unganum kærleiksríka.

Þættir