Milka leysti vandamálin þeirra

ÍÞRÓTTIR  | 1. febrúar | 20:55 
Borche Ilievski þjálfari ÍR var þrátt fyrir tap gegn Keflavík í kvöld nokkuð brattur en liðin mættust í Keflavík í Dominosdeild karla í körfuknattleik.

Borche Ilievski  þjálfari ÍR var þrátt fyrir tap gegn Keflavík í kvöld nokkuð brattur en liðin mættust í Keflavík í Dominosdeild karla í körfuknattleik. 

Keflvíkingar 

Keflavík hafði betur í leiknum 86:79. Borche sagði sína menn hafa gert ágætlega í þriðja  leikhluta og að liðið hafi þá byrjað að spila körfubolta eftir að hafa lent undir með 19 stigum í fyrri hálfleik.

Borche sagði þá sína menn hafa áttað sig á því að þeir gætu vel haft í fullu tré við Keflvíkinga og byggðu á því. Hins vegar hefði skort á styrk liðsins að klára og að Keflvíkingar voru með Milka í sínum röðum sem sá um að leysa þeirra vandamál þegar mest á reyndi. Milka lauk leik með 34 stig og 10 fráköst.

Þættir