Mörkin: Bale frábær í stórsigri

ÍÞRÓTTIR  | 28. febrúar | 16:47 
Wales-verjinn Gareth Bale sýndi allar sínar bestu hliðar er Tottenham vann 4:0-stórsigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Bale skoraði tvö og lagði upp eitt mark í leiknum.

Wales-verjinn Gareth Bale sýndi allar sínar bestu hliðar er Tottenham vann 4:0-stórsigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Bale skoraði tvö og lagði upp eitt mark í leiknum.

Tottenham hóf leikinn með látum, Bale skoraði strax á annarri mínútu og lagði svo upp mark á liðsfélaga sinn Harry Kane. Lucas Moura bætti við marki áður en Bale innsiglaði stórleik sinn en mörkin og tilþrifin má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir