Robertson við Tómas: Sá besti í heimi

ÍÞRÓTTIR  | 2. mars | 16:09 
„Þetta er 18. eða 19. miðvarðarparið okkar og ég þekki ekkert lið í heiminum sem getur staðið það af sér,“ sagði Andy Robertson, bakvörður Liverpool, í samtali við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport.

„Þetta er 18. eða 19. miðvarðarparið okkar og ég þekki ekkert lið í heiminum sem getur staðið það af sér,“ sagði Andy Robertson, bakvörður Liverpool, í samtali við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport.

Liverpool hefur mikið glímt við meiðsli á tímabilinu og eru meistararnir í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig eftir 26 leiki, 19 stigum á eftir toppliði Manchester City.

„Henderson fór í aðgerð, Gomez fór í aðgerð, Van Dijk fór í aðgerð og Matip fór í aðgerð. Þeir eru ekki á leiðinni til baka á næstunni. Við þurfum að vinna með þá leikmenn sem eru klárir núna og reyna að vinna leiki,“ sagði Skotinn.

Hann er ekki í nokkrum vafa um hver er besti miðvörður í heimi. „Það er ekki spurning, fyrir meiðslin var hann sá besti í heimi. Vonandi kemur hann til baka sem fyrst,“ sagði Robertson.

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir