Framboð „læknadóps“ minnkað

INNLENT  | 8. apríl | 12:39 
Árið 2018 var verulegt magn lyfseðilsskyldra lyfja í umferð og hafði Guðmundur Fylkisson lögreglumaður verulegar áhyggjur af neyslu þeirra á meðal ungmenna með áhættuhegðun. Framboðið hefur snarminnkað eftir að Covid-19-faraldurinn hófst. Guðmundur veltir því fyrir sér hvort það tengist beint færri ferðum Íslendinga til Spánar.

Árið 2018 var verulegt magn lyfseðilsskyldra lyfja í umferð og hafði Guðmundur Fylkisson lögreglumaður verulegar áhyggjur af neyslu þeirra á meðal ungmenna með áhættuhegðun. Framboðið hefur snarminnkað eftir að Covid-19-faraldurinn hófst.

Guðmundur veltir því fyrir sér hvort það tengist beint færri ferðum Íslendinga til Spánar.  

„Það lá stundum mjög tæpt við,“ segir Guðmundur um áhyggjurnar sem hann hafði af því að barn dæi úr slíkri neyslu og fullyrðir að ef ekki væri sérstakur lögregluþjónn að sinna týndum börnum hefðu börn dáið.

Guðmundur Fylkisson er gestur Karítasar Ríkharðsdóttur í Dagmálaþætti dagsins. Hægt er að horfa á Dagmál Morgunblaðsins hér.

Frétt mbl.is

Frétt mbl.is

Þættir