Airbnb mun hafa áhrif á fasteignamarkaðinn

VIÐSKIPTI  | 14. apríl | 18:18 
Þegar ferðaþjónustan fer í fullan gang að nýju mun Airbnb-markaðurinn hafa áhrif á fasteignamarkaðinn hér heima. Þetta er mat Unu Jónsdóttur, hagfræðings hjá Landsbankanum.

Þegar ferðaþjónustan fer í fullan gang að nýju mun Airbnb-markaðurinn hafa áhrif á fasteignamarkaðinn hér heima. Þetta er mat Unu Jónsdóttur, hagfræðings hjá Landsbankanum.

Bendir hún á að þegar skrúfaðist fyrir ferðamannastrauminn til landsins hafi það haft veruleg áhrif á leigumarkaði, leiguverð hafi beinlínis lækkað.

Áður en stóra höggið kom á ferðaþjónustuna voru ríflega 3.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem nýttar voru til útleigu á Airbnb.

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavik Economics telur að áhrifin verði minni nú en þau voru fyrir hrun ferðaþjónustunnar. Nú sé búið að innleiða nýtt regluverk um hótelíbúðir sem setur hámark á leigutekjur sem fólk má hafa á ári hverju. Þannig sé búið að fínstilla markaðinn. Þá verði einnig að taka tillit til þess að hótelherbergjum hafi fjölgað verulega á síðustu misserum sem muni uppfylla þarfir ferðaþjónustunnar betur en áður.

 

Una og Magnús Árni eru gestir í Dagmálum.

Þátt­ur­inn er op­inn öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni hér.

Þættir